14.8.2007
Vínarbrauð (eins og amma bjó til)
Innihald í vínarbrauðið sjálft:
500 gr hveiti
250 gr sykur
250 gr smjörlíki
2 tsk ger/lyftiduft
1 eggjahvíta
sulta
mjólk eftir þörfum
Ofan á vínarbrauð:
1 eggjarauða
sykur
Aðferð:
Sykur og smjörlíki hrært saman, þá er eggjahvítu bætt út í. Þá er hveiti og lyftidufti hnoðað í deigið og svo mjólk ef þarf.
Deigi deilt upp og sulta smurð innan í vínarbrauðin, þeim lokað og þau pensluð með eggjarauðu og sykri stráð yfir. Bakið við 175-200 gráður þar til tilbúið
Kökur, brauð og annað bakað | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.8.2007
Muffins
Hráefni í muffins:
1. 200 gr smjörlíki
2. 2 bollar sykur
3. 2 ½ bolli hveiti
4. ½ tsk matarsódi
5. ¼ tsk salt
6. 1 dós jógúrt (kaffijógúrt eða hnetu- og karamellujógúrt)= 180 gr jógúrt
7. 3 egg
8. 250 gr suðusúkkulaði
9. ½ tsk vanillusykur
Aðferð:
1+2 þeytt saman þar til það er létt og ljóst
7 bætt út í
4+9 svo út í
3 bætt út í
6 bætt út í
8 bætt út í
1 plata ca 35 stykki
Bökun 200 gráður C, í 15 - 20 mínútur
Kökur, brauð og annað bakað | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2007
Heitt Haustbrauð / Varmt efterårsbrød
6 msk majones
3 msk þeyttur rjómi
3 harðsoðin egg
200 gr rækjur
ca. 10 sneiðar af skinku
Hráefni blandað saman. Baguette brauð 2-4 eftir lengd tekin og skorið innan úr þeim skv gamla skurðinum á Subways. Yfirleitt tæti ég samt meira úr brauðinu og er þess vegna að nota baguette brauðin bara eins og skel fyrir fyllinguna. Fylling sett í brauðin og rifinn ostur ofan á, paprikudufti og hvítlauksdufti stráð ofan á eftir smekk. Bakað í miðjum ofni við 200 gráður á Celsíus þar til ostur er bráðnaður
Brauðtertur og heitir brauðréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2007
Crepes
1 bolli Hveiti
2 bollar Mjólk
2 Egg
50 gr. Smjörlíki
Smá salt
Combine flour, milk, eggs, butter and salt. Blend well. Pour a small amount of batter (about 4" [10 cm] across) on to a hot, large (10-12" [25-30 cm]), lightly oiled, flat pan. Quickly lift the pan and tilt it in all directions to spread the batter around until there is no longer any liquid. It should cover the bottom of the pan. Flip when the edges first start to look very slightly brown. Serve warm with whatever filling you like. Preserves are great, as is steak and cheese. They taste great plain, too. [The original calls for bacon grease instead of butter. The grease tastes _so_ much better, but I certainly cannot afford that much cholestorol in my diet anymore. Also, you can prepare these without butter in the batter altogether, but they tend to be a bit more dry.
Athugasemd Soffíu: Ég nota aldrei smjörlíki vegna sæta keimsins því ég nota þetta sem matarpönnukökur heldur nota ég olíu.
Dæmi um fyllingu gæti verið: bráðinn hvítlauksostur, smávegis hrísgrjón, skinka, pepperoni, paprika, rækjur eða í raun og veru hvað sem er. Cheese 'n' steak er eitthvað sem við höfum ekki ennþá prufað á þessar pönnukökur en bragðast örugglega vel með mismunandi tegundum osta og kjötafgöngum.
Heitur matur hvers konar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)