Spaghetti aglio e olio

agliooglio

Klassískur ítalskur spaghettiréttur sem er svo einfaldur að það er unun að búa hann til

Per manneskju er notað:
100 g spaghetti
2 msk virkilega góð ólívuolía
1 hvítlauksrif
smávegis af þurrkuðu muldu chili 
söxuð steinselja (gott að nota flatlaufssteinselju)

Spaghetti er soðið þar til það er al dente.  Olía er hituð ásamt hvítlauk sem skorinn er í þunnar sneiðar og út í þetta fer chili.  Á þessu stigi málsins verður að passa sig að ofelda ekki hvítlaukinn því annars verður hann bitur og í raun óætur.  Kryddolíunni er svo hellt yfir spaghettíið og steinselja sett yfir eftir smekk.  Nauðsynlegt er að hafa við höndina ferskan parmesanost til að setja örlítið af yfir. 


Bloggfærslur 11. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband