Færsluflokkur: Matur og drykkur
22.1.2009
Brún rúlla
3 egg
105 g sykur
60 g hveiti
1,5 msk kartöflumjöl
2 tsk kakó
1/2 tsk matarsódi
Smjörkrem:
150 g smjör
100 g smjörlíki
230 g flórsykur
1 egg
1 tsk vanilludropar
Aðferð: Þeyta egg og sykur mjög vel saman - ca 10 mín. Sigta þurrefni út í og blanda varlega saman með sleikju. Smyrjið þesssu út á plötu og bakið við 230 gráður í 6-7 mín
Krem: blandið öllu hráefninu saman og vinnið miðlungi hratt saman í ca 12-15 mín en minna eftir því sem smjörið er mjúkt. Smyrjið á kaldan botninn og rúllið upp. Hægt er að gera ýmis afbrigði af kreminu með því að bæta út í það bræddu súkkulaði eða nota e-a dropa.
22.1.2009
Marengs og kransabotnaterta
Marengs:
2 eggjahvítur
110 g sykur
Marengsinn er smurður út á plötu ca 26 cm og bakaður við 160 gráður í 35-40 mín
Kransabotn:
250 g marsipan - t.d. ren raa
250 g sykur
3 eggjahvítur
140 g suðusúkkulaði
100 g kókosmjöl
Kransabotninn: Marsipanið og sykurinn er unnið vel og rólega saman. Eggjahvítum er blandað saman við einni í einu. Unnið rólega saman þar til allir kekkir eru horfnir. Þá má blanda kókosmjöli og súkkulaðibitum saman við. Unnið rólega saman. Sett á smjörpappír og flatt út í hring í ca 26 cm eða aðeins minna. Bakað við 200 gráður í 10-13 mín eða þar til hann er ljósbrúnn.
Á milli:
heil dós af jarðarberjum
3 dl rjómi
Gott er að láta leka vel af jarðarberjunum áður en þau eru sett á kransabotninn. Þeyttur rjómi er svo settur yfir og að síðustu marengsbotn. Þetta er fínt að láta standa í ca 3 tíma áður en tertan er borin fram.
22.1.2009
Marengsterta m/súkkulaði og kókos
Botnar:
4 stk eggjahvítur
200 g sykur
100 g suðusúkkulaði
100 g kókosmjöl
Á milli botna:
peli af rjóma
1/2 dós niðursoðin jarðarber
50 g fínt saxað suðusúkkulaði
2 msk flórsykur
og fersk jarðarber til skrauts
Þeyta eggjahvítur og sykur vel saman. Blanda varlega úr í söxuðu súkkulaði og kókosmjöli með sleikju. Bakað við 160 gráður sem tveir botnar á plötu í ca 40-45 mín. Á milli botnanna fer svo þeyttur rjómi, sigtaður flórsykur sem blandað er við ásamt söxuðu súkkulaði og stöppuðum jarðarberjum. Kæla í nokkra klukkutíma en tertan er best daginn eftir.
23.2.2008
Hrebbnukjulli
rjómaostur
kjúklingabringur
rifinn ostur ofan á
Kjúklingabringur forsteiktar annað hvort helmingaðar til að stytta tíma eða heilar eins og þær koma úr pakkanum. Salsasósu hellt í form, rjómaostklípur eftir smekk þar í og svo kjúklingnum dreift þar yfir. Þetta er svo þakið osti og bakað við ca 180 gráður í ca 15 mín eða þar til tilbúið. Best er að bera þetta fram með salati og mylja nokkrar nachos flögur yfir eftir smekk.
Matur og drykkur | Breytt 27.5.2008 kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2007
Skinkubrauðterta
150 g majones
100 g sýrður rjómi
aromat
pikant krydd
150 g skinka
5 stk harðsoðin egg
½ dós grænn aspas
Hrærið saman majonesi, sýrðum rjóma og kryddið. Skerið skinkuna í sneiðar og stappið eggin með gaffli, Brytjið aspasinn niður og blandið síðan öllu saman. Setjið skinkusalatið á milli laga brauðtertunnar og skreytið með skinku og öðru tiltæku.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ostablandan
900 g rjómaostur
3,6 egg
1,35 bolli sykur
5,4 dl sýrður rjómi við stofuhita
2,7 msk maíssterkja
0,9 msk nýkreistur sítrónusafi
0,9 msk vanillusykur
225 g smjör
Botn
1 kassi Graham crackers kex
½ bolli pekan hnetur, fínt saxaðar (einnig hægt að nota valhnetur eða aðrar hnetur, jafnvel hnetublöndu)
250 g smjör
Nota á 20 cm smelluform en uppskrift fyllingar miðast við 18 cm smelluform.
Smyrja form m/grænmetisolíu, annarri bragðlítilli olíu eða smjöri
Blandið hráefninu í borninn saman í skál. Blandan á að vera rök svo að hún klístrist en ekki þannig að hún sé blaut.
Þrýstið 2/3 af blöndunni í botninn og hliðarnar á forminu, geymið afganginn til að setja ofan á kökuna
Í annarri skál er blandað saman rjómaosti og sykri og það hrært þar til blandan er orðin eins og silki.
Brjótið eitt egg í einu og hrærið saman við blönduna og hrærið vel á milli.
Bætið þá sýrða rjómanum saman við ásamt restinni af þurrefnunum og blandið öllu vel saman
Bætið þá sítrónusafanum og smjörinu saman við og hrærið vel
Blandan ætti að vera mjög mjúk og falleg
Þeytið nú létt blönduna í ca 5 mín með þeytara, en ef notuð er hrærivél skal aðeins hrært í eina mínútu
Hellið blöndunni í formið og dreifið restinni af blöndunni í botninn yfir
Setjið kökuformið á bökunarpappír í óhitaðan ofn og bakið við 160 gráður á C
Bakið í ca 1 ½ klst eða þar til toppurinn á kökunni byrjar að brotna.
Slökkvið þá á ofninum og opnið hann örlítið
Látið kökuna sitja í ofninum þar til hún er næstum orðin köld, ca 2 tíma
Takið þá kökuna úr ofninum og kælið í forminu í ísskáp yfir nótt
Næsta dag er hún tekin úr ísskápnum og svo úr forminu rétt áður en hún er borin fram