Færsluflokkur: Kökur, brauð og annað bakað

Púðursykursmarens

Botnar:
3 stk eggjahvítur
150 gr púðursykur
80 gr sykur
 
Rjómakrem:
3 dl rjómi
½ tsk sykur
¾ tsk vanillusykur
 
Karamellubráð:
2 dl rjómi
150 gr sykur
40 gr sýróp
30 gr smjör
½ dl þeyttur rjómi
 
Aðferð við marensbotna:
Þeytið eggjahvítur og bætið báðum tegundum af sykri saman við.  Þeytið þar til sykur er vel uppleystur, smyrjið út tvo botna á bökunarpappír (24 cm) og bakið við 150° í 40 mín. 
 
Aðferð við rjómakrem:
Þeytið rjóma, sykur og vanillusykur saman og setjið á milli botnanna.

Aðferð við karamellubráð:
Setjið rjóma, sykur og sýróp saman í pott og sjóðið við vægan hita, þar til karamellan er farin að loða vel við sleifina.  Setjið þá smjörið saman við og takið af hitanum.  Hrærið þar til smjörið er bráðið, kælið lítillega og blandið þeytta rjómanum saman við, kælið þar til hægt er að setja ofan á tertuna.  Kælið svo tertuna í 3-4 tíma áður en hún er borin fram.

ATH
botnarnir eru einfaldir og fljótgerðir en karamellan tekur lengri tíma


Þykkar litlar pönnukökur

Hráefni:
• 3 bollar hveiti 
• 3 msk sykur
• 3 tsk lyftiduft
• 1 1/2 tsk matarsódi
• 3/4 tsk salt
• 3 bollar súrmjólk/þykkmjólk/AB mjólk (gott að nota t.d. jarðaberja AB mjólk eða aðra bragðbætta AB mjólk til að sæta pönnukökurnar enn fremur)
• 1/2 bolli mjólk
• 3 egg
• 1/3 bolli smjör, bráðið

Aðferð:
1. Blanda skal saman í stórri skál hveiti, sykri, lyftidufti, matarsóda og salti.  Í annarri skál á að þeyta saman súrmjólk, mjólk, eggjum og bráðnu smjöri.  Innihald þessara tveggja skála á ekki að blandast saman fyrr en pannan er orðin heit og allt tilbúið til steikingar.
2. Hitaðu olíu á pönnu á miðlungi hita.  Þú veist að pannan er tilbúin þegar þú getur látið vatnsdropa lenda á pönnunni og vatnsdropinn kraumar ef svo má að orði komast. 
3. Helltu nú blautu blöndunni í þurru blönduna með því að nota viðarsleif eða gaffal til að blanda þessu tvennu saman.  Hrærðu þessu saman þar til þetta er rétt orðið einsleit blanda.  Menn þurfa að passa sig á því að hræra ekki of lengi.  Gott er að miða við hálfan bolla af blöndu fyrir hverja pönnuköku en hver og ein þarf góðan tíma á pönnunni því þær verða þykkar og léttar þegar best lætur.   


Kókoshvolfkaka með pekanhnetum

40 g smjör
70 g púðursykur
50 g kókosmjöl
100 g pekanhnetur
80 g súkkulaði saxað

Hitið ofninn í 180 gráður.  Bræðið smjör og setjið í skál, bætið púðursykri, kókosmjöli, pekanhnetum og súkkulaði saman við.  Setjið blönduna í botninn á smjörpappírsklæddu smelluformi.

Deig:
100 g smjör, mjúkt
100 g sykur
2 egg
1 tsk vanilludropar
100 g hveiti
1 1/2 tsk lyftiduft

Hrærið saman smjör og sykur.  Bætið eggjum út í, fyrst öðru svo hinu og síðan vanilludropunum, hrærið vel saman.  Sigtið hveiti og lyftiduft út í og hrærið sman.  Smyrjið deiginu ofan á kókosblönduna.  Bakið kökuna í 25-30 mín og berið fram með þeyttum rjóma. 

Tekið úr kökublaði Gestgjafans


Naan

2/3 bolli heitt vatn
1 tsk þurrger
1 tsk sykur
2 bollar (300 g) hveiti
1 tsk salt
4 msk brætt ghee (eða olía)
2 msk jógúrt
2 tsk kalonji (svört laukfræ)

1.  Pískaðu saman vatn, ger og sykur í lítilli skál þar til ger er uppleyst í vatninu.  Hyldu og leyfðu að standa á heitum stað í 10 mín
2.  Sigtaðu hveiti og salt í stóra skál og bættu við gerblöndunni, helmingnum af ghee-inu og öllu því jógúrti sem á að fara í uppskriftina.  Hnoðaðu saman á plötu í ca 5 mín eða þar til deig er orðið mjúkt og einsleitt.
3.  Leyfið deigi að hefast í stórri smurðri lokaðri skál í 1 og 1/2 tíma á heitum stað eða þar til deig hefur tvöfaldast. 
4.  Hnoðaðu deigið aftur á góðu undirlagi í 5 mín og skiptu því upp í 6 jafnstóra hluta.  Flettu þeim hverjum fyrir sig út þannig að þeir myndi flatköku sem er u.þ.b. 20 cm í þvermál.
5.  Bökunargrind hulin álpappír og smurt fitu á.  Hvert naan brauð bakað eitt í einu á því undir mjög heitu grilli í ca 2 mín á hverri hlið eða þar til það hefur lyft sér upp og brúnast eilítið.  Þá er brauðið tekið og burstað með afgangnum af fitunni og laukfræjum dreift yfir og grillað áfram í ca 30 sek. 


Bjórbrauð

500 g hveiti
500 g púðursykur
1 tsk natron
1 tsk kanill
1 tsk engifer
1 tsk negull
1 flaska bjór (ég notaði alltaf 4,6% bjór að nafni Klassikeren í DK)

Bakast við 175 gráður C í 60-75 mín og jafnvel lengur eftir þörfum
Ath:  Muna að smyrja formið og setja hveiti inn í það, annars festist brauðið í forminu


Sherryfromasterta

Svampbotnar:
4 stk egg
150 gr sykur
100 gr hveiti
50 gr kartöflumjöl
1 tsk lyftiduft
150 gr suðusúkkulaði

Fromas:
3 stk eggjarauður
60 gr sykur
7 stk matarlím
5-8 msk sherry
2½ dl rjómi
makkarónur 10-15 st

Makkarónur:
100 gr marsipan
250 gr sykur
1 msk hveiti
2-3 eggjahvítur

Aðferð við svampbotna:
Þeytið vel saman egg og sykur, sigtið þurrefnin samana við og blandið saman með sleikju, bætið söxuðu súkkulaðinu við.  Setjið í tvö lausbotna 26 cm form, bakið við 230° í 8-10 mín, bakað eins og venjulegir svampbotnar.

Aðferð við fromas:
Þeytið eggjarauðurnar og sykur, leysið upp matarlímið og setjið sherry saman við.  Blandið matarlíminu út í þeytinguna og svo saman við rjómann.  Blandið makkarónunum saman við fromasinn, setjið í hringform og kælið í minnst 4-6 tíma.

Aðferð við makkarónurnar:
Vinnið vel saman sykur, marsipan og hveiti, setjið hvítur rólega saman við þannig að ekki myndist kekkir, vinnið rólega saman þar til deigið er orðið slétt og fínt, sprautið á bökunarpappír og bakið við 190° í ca. 10-18 mín. allt eftir hversu stórir topparnir eru.  Bakið þar til gullinbrúnt

ATH
- þessi terta geymist vel í frysti í forminu
- hentar vel til þess að nota sem grunn til að leggja marsipan ofan á og skreyta t.d. við hátíðleg tilefni eins og skírnarveislur


Marengssmákökur

Innihald:
3 eggjahvítur
2 bollar kornflögur
½ bolli hakkaðar hnetur
½ tsk vanilludropar
1 bolli sykur
1 bolli kókosmjöl
½ bolli gróft saxað suðusúkkulaði

Aðferð:
Eggjahvítur og sykur stífþeytt.  Öðru er blandað varlega saman við.  Sett með teskeið á bökunarplötu sem hefur verið hulin með bökunarpappír.  Bakað við 180 gráður C þar til kökur eru ljósbrúnar.  Látið kólna aðeins áður en kökurnar eru teknar af plötunni.


Súkkulaðibitakökur Jórunnar

Innihald:
240 gr smjörlíki
1 bolli sykur
½ bolli púðursykur
2 egg
1 tsk vanilludropar
2 bollar hveiti
1 tsk salt
1 tsk natron
100 gr suðusúkkulaði

Aðferð:
Hveiti og sykri er blandað saman á borði.  Smjörlíki er blandað saman við ásamt salti og natroni.  Söxuðu súkkulaði og vanilludropum ásamt eggjunum bætt í og deigið hnoðað.  Deigið má síðan geyma á köldum stað til næsta dags en það er þó ekki skilyrði.  Deigið er mótað í litlar kúlur.  Athugið að þær renna dálítið út við bökunina.  Bakað við 170 gráður C hita í u.þ.b. 10 mín.


Rolo afmælisterta

Innihald í kökubotna:
2 egg
150 gr sykur
1 pakki Rolo
1 tsk lyftiduft

Aðferð við kökubotna:
Hitið ofninn í 175 gráður C .  Smyrjið vel 2 x 22 sm form og stráið hveiti innan í þau.  Aðskiljið eggjarauður frá eggjahvítum.  Þeytið eggjarauðurnar og sykurinn saman.  Bræðið Rolo súkkulaðimolana í vatnsbaði eða örbylgjuofni.  Hrærið örlitlu af eggjarauðukreminu saman við brædda súkkulaðið og blandið því saman við eggjarauðukremið.  Stífþeytið eggjahvíturnar.  Blandið þeim, ásamt lyftiduftinu varlega saman við eggjarauðukremið og setjið deigið í formin.  Bakið í 20-25 mínútur eða þar til prjónn, sem stungið er í kökuna, kemur hreinn upp.  Losið botnana úr formunum og látið kólna á grind.

Innihald í marengsbotn:
3 eggjahvítur
100 gr sykur
2 pk karamellufyllt súkkulaði (Rolo)

Aðferð við marengsbotn:
Hitið ofninn í 150 gráður C.  Teiknið 20 sm hring á smjörpappír.  Stífþeytið eggjahvíturnar og sykurinn.  Saxið rolo-súkkulaðimolana smátt og bætið þeim varlega saman við eggjahvíturnar.  Smyrjið síðan eggjahvítunum á smjörpappír og bakið í 45 mín.

Innihald í rjómaostakremi:
250 gr rjómaostur
1 dl flórsykur
1 msk smjör
1-2 msk rjómalíkjör (má sleppa)
2 msk kakó
1 ½ dl rjómi

Aðferð við rjómaostakrem:
Þeytið saman rjómaostinn, flórsykurinn og smjörið.  Ef vill má bragðbæta með rjómalíkjör.  Einnig er hægt að nota óáfengt kakaóessens eða kaffi.  Þessu kremi er smurt yfir kökubotnana og kakó stráð yfir.  Þeytið rjómann og smyrjið honum yfir kakóið.  Leggið botnana hvern ofan á annan og að síðustu er marengsbotninn settur þar ofan á.

Innihald í skreytingu:
2-3 dl rjómi
kakó

Aðferð við skreytingu:
Þeytið rjómann og sprautið honum á hliðarnar á kökunni.  Stráið kakóinu létt yfir kökuna og geymið hana í kæli í 4-12 klst.  Skreytið með kumquast eða jarðarberjum


Marengsfantasía

Innihald í botn:
4 egg
150 gr sykur
90 gr hveiti
1 ½ tsk lyftiduft
150 gr kókósmjöl
100 gr suðusúkkulaði, saxað

Aðferð við botn:
Þeytið egg og sykur mjög vel saman.  Sigtið hveitið og lyftiduftið út í eggjahræruna og blandið saman við með sleikju.  Blandið að lokum kókósmjölinu og súkkulaðinu saman við, smyrjið í springform.  Bakið við 200 gráður C í 8-10 mín.

Innihald í marengs:
2 eggjahvítur
120 gr sykur
100 gr suðusúkkulaði, brytjað smátt
60 gr kókósmjöl

Aðferð við marengs:
Þeytið eggjahvíturnar vel, hellið sykrinum rólega saman við, blandið súkkulaðinu og kókósmjölinu varlega saman við.  Bakið við 110 gráður C í 30-40 mín.

Innihald í krem:
3 dl rjómi, þeyttur
250 gr jarðarber ( 5 stk notuð til skreytingar)
100 gr suðusúkkulaði
10 litlar makkrónukökur
Grand Marnier líkjör eða appelsínuþykkni

Aðferð við krem:
Þeytið rjómann, blandið appelsínuþykkninu eða Grand Marnier líkjörnum saman við.  Hakkið jarðarberin, suðusúkkulaðið og makkarónurnar og blandið varlega saman við rjómann með sleikju.  Setjið botninn á disk, setjið kremið á hann og leggið marengsinn efst.  Skreytið með jarðberjum og bræddu súkkulaði.

Ath:
Tertuna er ekki hægt að geyma í frysti en botnana má geyma.  Gott er að láta rjómann standa í 2-3 tíma fyrir framreiðslu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband