Færsluflokkur: Grænmetisréttir
14.1.2009
Bhaji með blómkáli, baunum og kartöflum
Dæmigerður Bhaji grænmetisréttur frá N-Indlandi úr kartöflum (aloo), grænum baunum (mattar) og blómkáli (gobi)
2 msk olía eða ghee
1 stór (200 g) laukur, skorinn í sneiðar
2 kramdir hvítlauksgeirar
1 msk paprikuduft
2 tsk garam masala
2 tsk kúmenduft (cumin)
6 kardamommubelgir
4 negulnaglar
8 karrýlauf
1/3 bolli (ca 30g) rifinn kókoshneta
1/2 bolli (125 ml) vatn
400 ml dós kókosmjólk
2 tsk salt
4 meðalstórar (800g) kartöflur, óskrældar og skornar í fjórðunga eða stóra bita
1 lítið blómkálshöfuð (1 kg) skorið niður í bita
1 bolli (125 g) grænar baunir (ekki niðursoðnar heldur ferskar eða frystar)
Byrja skal á því að hita olíu í potti og mýkja upp hvítlauk og lauk þar til laukinn er léttbrúnaður. Í þetta er öllu kryddi bætt út í og hrært í þar til kryddblandan angar vel. Þá er bætt við karrýlaufum, kókoshnetu, vatni, kókosmjólk, salti og kartöflum og þetta látið simra undir loki í ca korter eða þar til kartöflurnar byrja að mýkjast aðeins. Þá er blómkáli bætt út í og réttinum leyft að simra áfram undir loki í 10 mín eða þar til blómkálið hefur mýkst. Að síðustu er baununum blandað við og leyft að hita í gegn í réttinum.
22.2.2008
Ítalskur grænmetispottréttur
2-3 msk lífræn kókosfita eða ólífuolía
2 hvítlauksrif
2 msk lífræn tómatpúrra
1 poki ítölsk wokblanda
1/2 dós niðursoðnar kjúklingabaunir
1 dós tómatsúpa frá LeSelva eða bara mosede Tomater í staðinn
2 tsk ítölsk kryddblanda
maldon salt
Fínt að setja yfir rifinn parmesan þegar þetta er tilbúið
Fitan er sett í pott og hvítlaukur og tómatpúrra hituð í 10-15 sek. Þá er grænmeti, kjúklingabaunum og tómatsúpu bætt út í, kryddað og saltað, og látið malla í ca 10 mín. Bera fram og setja smá rifinn parmesan yfir þetta.
13.8.2007
Vegetable vindaloo
Ingredients
Serves 2
1 Medium potato peeled and chopped
2 carrots peeled and chopped
1 parsnip peeled and chopped
Quarter of a small cauliflower chopped
1 Broccoli floret chopped
1 Cup of Curry Massalla Gravy
Quarter of an onion finely chopped.
2 Teaspoon Curry Powder
2 Teaspoon Chilli Powder
8 Finely Chopped Cayenne Chillies
4 Cloves Crushed Garlic
2 inches Root Ginger grated
5 Tablespoons Vegetable Oil
4 Tablespoons roughly chopped coriander leaves
1 Tablespoon whole coriander leaves
1 teaspoon Garam Massalla
Method
Chop the vegetables to an even size about 4mm cubed. Bring a pot to the boil with a little salt and then boil the vegetables for 5 minutes. Make a paste of the curry powder and chilli powder with a little water. Fry the onion until translucent in the veg oil then add the garlic, ginger and chilli and stir fry on medium for a further 5 minutes. Add the curry and chilli powder paste and stir in and fry for a further 30 secs. Add the vegetables and half the Massalla Gravy and simmer for 10 minutes or until the vegetables are cooked, stirring constantly. If needed add more massalla gravy and water to prevent the curry becoming too thick or dry. Now add the finely chopped coriander leaves and cook for a further minute. Serve with the whole coriander leaves sprinkled over the top.
Grænmetisréttir | Breytt 14.8.2007 kl. 01:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2007
Indverskt Dahl (Mungbaunaréttur)
Indverskur mung baunaréttur
250 g soðnar mung baunir eða rauðar linsubaunir
650 g gulrætur, skornar í frekar stóra munnbita
4 msk olía, t.d. lífræn
2 stórir laukar, smátt skornir
1 tsk turmeric
1 tsk chilli duft
1 tsk paprika
1 tsk salt, t.d. gróft Geo salt
1 lítið höfuð af sellerýrót skorið í litla munnbita (hægt að nota t.d. sæta kartöflu eða rófu í staðinn = rótarávextir)
Einnig hægt að nota hvítlauk + engifer + marið sítrónugras ásamt lauknum ef vill.
Aðferð:
Látið baunirnar liggja í tvo tíma áður en þær eru soðnar. Fínt að nota þang + engifer + ferskt vatn til að sjóða baunirnar upp úr. Alltaf að hella því vatni frá baununum sem þau eru látnar liggja í. Útvatnaðar baunir eru soðnar með örlitlu salti þar til þær eru mjúkar (stendur yfirleitt á pakkanum hver suðutími er). Sigtið vatnið frá og stappið baunirnar örlítið saman. Sjóðið gulræturnar í ca 10 mín, sigtið vatnið síðan frá.
Hitið olíu í góðum potti (ágætlega stórum m.v. þennan skammt). Steikið laukinn þar til hann er orðinn mjúkur, blandið kryddunum saman við og sellerýrótinni og steikið þar til rótin er orðin mjúk. Blandið örlitlu vatni saman og látið sjóða í 3 mín. Setjið síðan gulræturnar og mungbaunirnar saman við. Hrærið vel saman.
Kannski þarf að bæta örlitlu meira vatni út í þannig að kássan sé ekki of þykk. Kryddið endilega meira eftir smekk.
Þessi réttur eru góður með t.d. hýðishrísgrjónum, flottu ávaxtasalati og raitusósu. Einnig er gott að fá sér bankabygg/hýðishrísgrjón með til að fá sem mest úr næringu allra hráefnanna.
Grænmetisréttir | Breytt 14.8.2007 kl. 01:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2007
Gulrótarsúpa frá Manni lifandi
1 laukur, saxaður smátt
1 hvítlauksrif, saxað
1 rifinn engiferrót, ca 3 cm
olía til steikingar
Handfylli af kóríander, smátt saxað
1 tsk turmerik
1 tsk broddkúmen
smá cayennepipar
4 tómatar
3 bollar af smátt skornum gulrótum
grænmetiskraftur 2 msk
Vatn ½ ltr
1 dós af kókosmjólk nota light helst
smávegis sítrónusafi
salt og pipar eftir þörfum
Aðferð:
Léttsteikið grænmetið í olíu og þurrkryddum. Bætið vatni út í og sjóðið í 20 mín eða þar til gulræturnar eru orðnar mjúkar, bætir saman við söxuðum tómötum, kókosmjólk og kryddum ásamt salti og pipar. Maukið súpuna með töfrasprota. Smakkið síðan til með sítrónusafa og fersku kóríander. Leyfið súpunni aðeins að standa og taka sig áður en hún er borin fram.
Grænmetisréttir | Breytt 14.8.2007 kl. 01:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)