Færsluflokkur: Indverskur matur
Hentar f 4-6 (eða sem meðlæti með öðrum indverskum mat)
2 msk ghee (eða olía)
1 stór saxaður laukur ca 200 g
2 hvítlauksrif, kramin og söxuð
1 msk sætt paprikuduft
2 tsk garam masala
2 tsk mulið cumin
6 kardamommuhylki, skerið í þau
4 negulnaglar
8 karrýlauf
1/3 bolli rifinn kókos (30 g)
1/2 bolli vatn (125 ml)
400 ml kókosmjólk
2 tsk salt
800 g (4-5 stk) kartöflur, óskrældar og skornar í báta
1 lítið blómkál (ca 1 kg), skorið í álíka bita og kartöflurnar
1 bolli (125 ml) grænar frosnar baunir
1. Hita feiti í potti, elda lauk og hvítlauk þar til léttbrúnaður.
2. Öllu kryddi bætt út í og hrært þar til lyktin er orðin lokkandi. Bættu þá karrýlaufum, kókosi, vatni, kókosmjólk, salti og kartöflum - þessu leyft að malla undir loki í 15 mín eða þar til kartöflur eru orðnar mýkri.
3. Blómkál sett í pottinn, leyft að malla áfram án loks í ca 10 mín eða þangað til blómkálið er orðið mýkra. Baunum bætt úti í og mallað allt saman þar til baunir hafa náð að hitna vel í gegn.
5.9.2007
Butter Chicken - Smjörkjúklingur
Fyrir 4-6
Undirbúningstími: sólarhringur
1 kg kjúklingabringur
2 tsk garam masala
2 tsk mulið kóríander
3/4 tsk chilli duft
2 tsk rifin engiferrót
3 hvítlauksrif, kramin og söxuð
2 msk hvítvínsedik
1/4 bolli eða 60 ml tómat paste
1/2 bolli eða 125 ml jógúrt
80 gr smjör (sbr heiti rétts)
1 stór fínt saxaður laukur eða ca 200 g
1 lítil kanilstöng
4 kardamommuhylki (skera gat á þau)
1 tsk salt
3 tsk sætt paprikuduft
425 g tómat puree
3/4 bolli kjúklingasoð
1 bolli (250 ml) rjómi
1. Skerðu kjúklingabringur í 3 hluta hverja.
2. Blandaðu saman muldum kryddjurtum (garam masala, kóríanderduft, chilli duft), engifer, hvítlauk, hvítvínsediki, tómat paste og jógúrt í góða skál. Settu kjúklingabitana út í blönduna og hrærðu þannig að kjúklingurinn sé vel hulinn. Lokaðu ílátinu og kældu yfir nótt eða frá morgni fram að kveldi þegar elda skal réttinn. Ég geri þetta yfirleitt bara sólarhring áður en ég elda kjúklinginn.
3. Hitaðu smjörið í góðum potti, bættu við lauk, kanilstöng og kardamommuhylkjum. Hita þar til laukur er byrjaður að brúnast örlítið. Bættu kjúklingnum út í og hrærðu í þessu í ca 5 mín.
4. Bættu við salti, paprikudufti, tómat puree-inu og soði og leyfðu þessu að malla óhuldu í 10 mínútur en mundu að hræra við og við í þessu.
5. Að síðustu fer rjóminn í blönduna og öllu leyft að malla í aðrar 10 mín eða þangað til kjúklingur er orðinn meyr.
Ekki er við hæfi að frysta þennan rétt en ég hef aldrei átt afgang eftir af þessum rétti sama hversu mikið ég hef búið til af honum
5.9.2007
Rautt kjúklingakarrý
Dugar fyrir 4-6
2 msk ghee (olía)
2 millistórir skornir laukar eða ca 300 g (skornir niður í hringi ekki saxaðir)
1 millistór söxuð paprika eða ca 200 g
4 hvítlauksrif, kramin og söxuð
2 tsk rifin engiferrót
2 tsk mulið cumin
2 tsk mulinn kóríander
2 tsk paprikukrydd (sætt)
1 tsk sterkt chilli duft
1 msk tómat paste
425 g dós af tómötum
1 kg kjúklingalæri
2 bollar kjúklingasoð
1/4 bolli rjómi
1 msk tamarind concentrate
rauður matarlitur ef vill
1. Hita olíu í stórum potti, bæta við lauk, hvítlauk, papriku, engifer og muldum kryddtegundum; eldað og hrært í því þar til laukhringir hafa brúnast örlítið.
2. Bæta tómatpasti, tómötum úr dós, kjúkling og soði og leyfið þessu að malla undir loki í ca 20 mín eða þar til kjúklingur er fulleldaður.
3. Bæta við rjómanum, tamarindinu (og matarlit ef maður vill). Þessu leyft að malla aðeins saman óhulið í u.þ.b. 15 mín eða þar til blandan hefur þykknað hæfilega.
Tilvalið að búa til degi áður en borið er fram en ekki gott til að frysta.
5.9.2007
Dry Chicken Curry
Þetta er sterkur réttur fyrir ca 6 manns eða 3 gráðuga - fer eftir magamáli og kryddþoli
2 msk ghee (nota nú bara olíu)
2 millistórir saxaðir laukar eða ca 300 gr
6 karrýlauf, rifin
1 tsk cumin fræ (ekki kúmen þó en ég veit ekki hvað þetta skilgreinist sem á íslensku)
1 tsk svört sinnepsfræ
2 hvítlauksrif, kramin og söxuð
2 tsk rifin fersk engiferrót
1 tsk garam masala
1 tsk mulið turmeric
1/2 tsk chilli duft
1 tsk fínt salt
1 kg af kjúklingalæri (ég nota oftast kjúklingabringu)
1/2 bolli vatn
1 msk söxuð fersk kóríanderlauf
1. Hitið ghee/feiti í stórum potti, eldið lauk þar til hann er byrjaður að brúnast dulítið.
2. Bætið við laufum (þó aldrei ferskum kryddjurtum svona snemma), fræjum, hvítlauk, engifer, muldum kryddtegundum og salti, hrærið og leyfið að hitna þar til lyktin hefur heltekið nasirnar.
3. Kjúklingur settur í pottinn og hrært þar til kryddblandan umlykur hann.
4. Vatni hellt ofan á og leyft að malla undir loki í u.þ.b. 30 mín. Sjóðið óhulið áfram í u.þ.b. 15 mín eða þar til mestur vökvinn er horfinn.
5. Hrærið í ferskum kryddjurtum rétt áður en borið er fram
Fínn réttur til að búa til deginum áður og vel hægt að frysta líka skammta til að eiga eða fara með í vinnuna.
13.8.2007
Vegetable vindaloo
Ingredients
Serves 2
1 Medium potato peeled and chopped
2 carrots peeled and chopped
1 parsnip peeled and chopped
Quarter of a small cauliflower chopped
1 Broccoli floret chopped
1 Cup of Curry Massalla Gravy
Quarter of an onion finely chopped.
2 Teaspoon Curry Powder
2 Teaspoon Chilli Powder
8 Finely Chopped Cayenne Chillies
4 Cloves Crushed Garlic
2 inches Root Ginger grated
5 Tablespoons Vegetable Oil
4 Tablespoons roughly chopped coriander leaves
1 Tablespoon whole coriander leaves
1 teaspoon Garam Massalla
Method
Chop the vegetables to an even size about 4mm cubed. Bring a pot to the boil with a little salt and then boil the vegetables for 5 minutes. Make a paste of the curry powder and chilli powder with a little water. Fry the onion until translucent in the veg oil then add the garlic, ginger and chilli and stir fry on medium for a further 5 minutes. Add the curry and chilli powder paste and stir in and fry for a further 30 secs. Add the vegetables and half the Massalla Gravy and simmer for 10 minutes or until the vegetables are cooked, stirring constantly. If needed add more massalla gravy and water to prevent the curry becoming too thick or dry. Now add the finely chopped coriander leaves and cook for a further minute. Serve with the whole coriander leaves sprinkled over the top.
Indverskur matur | Breytt 14.8.2007 kl. 01:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2007
Indverskt Dahl (Mungbaunaréttur)
Indverskur mung baunaréttur
250 g soðnar mung baunir eða rauðar linsubaunir
650 g gulrætur, skornar í frekar stóra munnbita
4 msk olía, t.d. lífræn
2 stórir laukar, smátt skornir
1 tsk turmeric
1 tsk chilli duft
1 tsk paprika
1 tsk salt, t.d. gróft Geo salt
1 lítið höfuð af sellerýrót skorið í litla munnbita (hægt að nota t.d. sæta kartöflu eða rófu í staðinn = rótarávextir)
Einnig hægt að nota hvítlauk + engifer + marið sítrónugras ásamt lauknum ef vill.
Aðferð:
Látið baunirnar liggja í tvo tíma áður en þær eru soðnar. Fínt að nota þang + engifer + ferskt vatn til að sjóða baunirnar upp úr. Alltaf að hella því vatni frá baununum sem þau eru látnar liggja í. Útvatnaðar baunir eru soðnar með örlitlu salti þar til þær eru mjúkar (stendur yfirleitt á pakkanum hver suðutími er). Sigtið vatnið frá og stappið baunirnar örlítið saman. Sjóðið gulræturnar í ca 10 mín, sigtið vatnið síðan frá.
Hitið olíu í góðum potti (ágætlega stórum m.v. þennan skammt). Steikið laukinn þar til hann er orðinn mjúkur, blandið kryddunum saman við og sellerýrótinni og steikið þar til rótin er orðin mjúk. Blandið örlitlu vatni saman og látið sjóða í 3 mín. Setjið síðan gulræturnar og mungbaunirnar saman við. Hrærið vel saman.
Kannski þarf að bæta örlitlu meira vatni út í þannig að kássan sé ekki of þykk. Kryddið endilega meira eftir smekk.
Þessi réttur eru góður með t.d. hýðishrísgrjónum, flottu ávaxtasalati og raitusósu. Einnig er gott að fá sér bankabygg/hýðishrísgrjón með til að fá sem mest úr næringu allra hráefnanna.
Indverskur matur | Breytt 14.8.2007 kl. 01:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2007
Kashmiri Lamb Kofta
Serves 6
2 teaspoons ground cumin
2 teaspoons ground coriander
2 teaspoons garam masala
1 teaspoon chilli powder
½ teaspoon ground turmeric
750 g minced lamb
4 cloves garlic, crushed
2 teaspoons grated fresh ginger
2/3 cup (160 ml) yogurt
2 tablespoons ghee
1 large onion chopped (200 g)
2 tablespoons full cream milk powder
2 tablespoons ground almonds
1 teaspoon sugar
1 ½ cups hot water (375 ml)
1/3 cup yogurt, extra (80 ml)
1. Combine spices in a bowl
2. Combine the mince, garlic, ginger, 1 tablespoon of the yogurt and hafl of the spice mixture in large bowl. Using floured hands, roll tablespoons of mince mixture into kofta.
3. Heat ghee in large pan; cook onion, stirring, until browned lightly. Add remaining spice mixture; cook, stirring, until fragrant. Gradually add the remaining yogurt, milk powder, nuts, sugar and water. Bring to boil then simmer, uncovered, 5 minutes stirring occasionally, or until mixture thickens slightly.
4. Add kofta; cover, simmer 10 minutes. Remove lid; simmer 10 minutes or until kofta are cooked through and sauce is thickened. Serve this topped with the extra yogurt.
can be made a day ahead
storage: covered, in refrigerator
Freeze: not suitable
microwave: not suitable
Aukalega hér miðað við 500 g af hakki:
1 1/3 teskeið mulið cumin
1 1/3 teskeið mulið kóríander
1 1/3 teskeið garam masal
2/3 teskeið chilli duft
1/3 teskeið ground turmeric
500 g hakk
2-3 hvítlauksrif
1 1/3 teskeið ferskt rifið engifer
½ bolli jógúrt ca 100 ml
1 1/3 msk ghee
2/3 stór laukur niðurskorinn ca 132 g
1 1/3 msk rjóma eða nýmjólkurduft
1 1/3 msk muldar möndlur
2/3 tsk sykur
1 bolli heitt vatn
1/5 bolli jógúrt aukalega
Indverskur matur | Breytt 14.8.2007 kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)