Færsluflokkur: Brauðtertur og heitir brauðréttir
26.10.2007
Þríhyrningsbrauðterta
Brauðsneiðar
olía
1-2 hvítlauksrif, söxuð
1 poki ferskt spínat
1 askja ricotta ostur eða hreinn rjómaostur
1 bolli rifinn ostur t.d. cheddar
1/2 bolli svartar ólífur, saxaðar
1 msk rifinn börkur af sítrónu
salt og pipar
ferskur mozzarellaostur
Hitið olíu á pönnu og léttsteikið hvítlaukinn. Bætið spínatinu á pönnuna og steikið áfram stutta stund. Blandið saman með osti, ólífum og sítrónuberki og bætið spínatblöndunni við. Saltið og piprið eftir smekk. Smyrjið blöndunni á brauðsneiðarnar og leggið tvær og tvær sneiðar saman. Skerið nú samlokurnar í tvo hluta og raðið þeim á ofnplötu þannig að þær myndi pýramíta. Dreifið söxuðum mozzarella osti yfir og bakið við 180 gráður í 10-15 mínútur
Brauðtertur og heitir brauðréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.10.2007
Rúllubrauð með pestóblöndu
1 rúllubrauð
Fylling:
1 krukka grænt pestó
1 bréf skinka, skorin í bita
50 g svartar ólfur, saxaðar
50 g sólþurrkaðir tómatar, saxaðir
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
1 kúla mozzarella ostur skorin í bita
4 msk rifinn parmesanostur
pipar
Ofan á líka rifinn parmesanostur
Blandið saman pestói, skinku, ólífum, tómötum, hvítlauk, mozzarella og 4 msk af parmesanosti. Piprið eftir smekk. Smyrjið blöndunni á brauðið og rúllið upp. Stráið rifnum parmesanosti yfir og bakið við 180 gráður í 10-15 mínútur.
Brauðtertur og heitir brauðréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2007
Grænkálsbaka með beikoni, lauk og piparosti
smjörúði
300 g smjördeig
500 g gular baunir eða aðrar þurrkaðar baunir (notað til að forbaka deigið þannig að þær skipta ekki aðalmáli)
lítill pakki beikon eða kannski 5-7 sneiðar
1 stór laukur, skorinn í sneiðar og steiktur
200 g grænkál, skorið í bita og soðið í 3 mín (væri hægt að nota broccoli þarna í staðinn)
1/2 piparostur, skorinn í þunnar sneiðar
3 egg
1/2 dl mjólk
salt og pipar
Hita ofninn í 180 gráður. Úða í bökuformið með smjörúðanum. Fletja smjördeig út þar til það er ca 4-5 mm á þykkt gatið deigið með gaffli. Leggið deigið ofan á formið og þrýstið köntunum niður. Skerið umframdeig frá. Hellið baununum ofan á deigið og bakið í 15 mín. Baunirnar koma í veg fyrir að deigið lyfti sér. Hellið baununum úr forminu. Setjið beikon, lauk, grænkál og ost í formið. Blandið saman eggjum og mjólk ásamt salt og pipar. Hellið blöndunni í formið og bakið í 20 mín.
Fyrir þá sem það vilja er gott að drekka með þessari böku ferskt sauvignon blanc t.d. Beringer Fumé Blanc eða Sancerre frá Frank Millet.
Brauðtertur og heitir brauðréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2007
Kæfubrauðterta m/bæði grófu og fínu brauði
2 brauðtertubrauð
1 gróft brauð
400 g góð lifrarkæfa
rjómi/mjólk
200 g rjómaostur hreinn eða m/kryddjurtum
300 g sýrður rjómi
1 salathöfuð sneitt fínt
Skera skorpu utan af öllu brauðinu. Mýkið lifrarkæfuna með smávegis rjóma eða mjólk. Mýkið rjómaost og blandið sýrðum rjóma út í. Setjið tvær lengjur af fínu brauði á disk og smyrjið með lifrarkæfu. Setjið lag af grófu brauði ofan á og smyrjið með rjómaostablöndu, setjið svolítið af salati með. Setjið til skiptis báðar brauðtegundirnar, lifrarkæfu og rjómaostablöndu þar til brauð klárast eða tertan orðin nógu há.
Utan á brauðtertuna: Smyrjið tertuna að utan með majónesi blandað við mangó-karrýsósu. Salat sett t.d. á hliðarnar. Ostasneið rúllað utan um 1/2 ólífu og raðað ofan á ásamt þunnum laxasneiðum, rækjum og rauðum kavíar. Einnig sniðugt að raða nokkrum dill eða kóríanderkvistum ofan á ásamt radísum, kumquat og fínt rifnum gulrótum.
Brauðtertur og heitir brauðréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1 brauðtertubrauð, langskorið og skorpa skorin frá
Fylling:
2 msk olía
1 laukur, fínt saxaður
2-3 hvítlauksgeirar, pressaðir
2 msk rósmarínnálar
2 dl hvítvín
100 g hörpuskel
200 g einhver hvítur fiskur skorinn í bita
100 g rækjur
1/4 hvítkálshöfuð, gróft rifið með rifjárni
400 g sítrónumajones
salt og pipar
Hita olíu í pott og látið lauk, hvítlauk og rósmarín krauma í henni í mínútu. Bætið þá hvítvíni, hörpuskel og hvítum fiski í pottinn og hleypið suðunni rólega upp í 2 mín. Veiðið fiskinn upp úr soðinu og kælið. Sjóðið soðið niður um 3/4 og kælið. Takið nokkrar rækjur, hörpuskel og hvítan fisk frá og geymið til skrauts, setjið restina af fiskinum og fiskisoðinu í matvinnsluvél og grófmaukið. Setjið maukið í skál ásamt hvítkáli og sítrónumajonesi (hvítara heldur en þetta venjulega og blandað við sýrðan rjóma) og blandið vel saman. Smakkið til með salti og pipar. Smyrjið á ca 4-5 brauðtertusneiðar með maukinu og leggið saman. Skreytið tertuna með fiskinum sem var tekinn var frá, ferskum kryddjurtum og fleiru sem ykku dettur í hug.
Brauðtertur og heitir brauðréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2007
Skinkubrauðterta
150 g majones
100 g sýrður rjómi
aromatpikant krydd
150 g skinka
5 stk harðsoðin egg
½ dós grænn aspas
Hrærið saman majonesi, sýrðum rjóma og kryddið. Skerið skinkuna í sneiðar og stappið eggin með gaffli, Brytjið aspasinn niður og blandið síðan öllu saman. Setjið skinkusalatið á milli laga brauðtertunnar og skreytið með skinku og öðru tiltæku.
Brauðtertur og heitir brauðréttir | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2007
Heitt Haustbrauð / Varmt efterårsbrød
6 msk majones
3 msk þeyttur rjómi
3 harðsoðin egg
200 gr rækjur
ca. 10 sneiðar af skinku
Hráefni blandað saman. Baguette brauð 2-4 eftir lengd tekin og skorið innan úr þeim skv gamla skurðinum á Subways. Yfirleitt tæti ég samt meira úr brauðinu og er þess vegna að nota baguette brauðin bara eins og skel fyrir fyllinguna. Fylling sett í brauðin og rifinn ostur ofan á, paprikudufti og hvítlauksdufti stráð ofan á eftir smekk. Bakað í miðjum ofni við 200 gráður á Celsíus þar til ostur er bráðnaður
Brauðtertur og heitir brauðréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2007
Brauðterta m/rækjum, ananas og papriku
150 g majones
smjör til að smyrja brauðið hef sleppt þessu og notast við ananas safann
50 g sýrður rjómi
1 dós ananas hringir
½ græn paprika
½ rauð paprika
300 g rækjur
kryddast með salti og pipar
Brauðtertur og heitir brauðréttir | Breytt 14.8.2007 kl. 01:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2007
Heit rúllubrauðterta
1 stk rúllutertubrauð
½ dós Vogaídýfa með kryddblöndu
½ dós skorinn aspas
5 sneiðar smátt skorin skinka
¼ dós ananas, smátt skorinn
1 dós sveppaostur
smátt skornir sveppir eftir smekk
season all krydd eftir smekk
Sléttið úr rúllutertubrauðinu. Vogaídýfunni og sveppaostium er blandað saman við safann úr aspasinum. Aspas, skinku, ananas og sveppum bætt út í ásamt kryddinu. Öllu þessu er raðað ofan á brauðið. Bakið við 225 gráður, þangað til osturinn er bráðnaður og hefur fengið fallegan gulbrúnan lit.
Brauðtertur og heitir brauðréttir | Breytt 14.8.2007 kl. 01:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2007
Partýréttur - besti brauðréttur í heimi
1 dós smurostur, beikon, skinku eða sveppa
1 dós aspas
Snakkpoki, salt og pipar
3-4 msk mayones
2-300 g skinka
1 dl rjómi
6-7 sneiðar brauð
sveppir
Blanda saman smurosti, mayo og rjóma, setja svo stappaðan aspas, smátt skorna skinku ásamt niðurskornum sveppum í blönduna. Hrært vel saman. Brauðsneiðar skornar í teninga eða rifnar smátt og búinn til botn í ofnföstu fati, gumsblöndu hellt ofan á og svo innihaldi snakkpoka hellt yfir eftir þörfum. Bakað þar til heitt í gegn en áður en snakkið byrjar að taka verulegan lit. Útkoman er hrikalega góður gumsbrauðréttur - slúrp, slúrp
Brauðtertur og heitir brauðréttir | Breytt 14.8.2007 kl. 01:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)