22.5.2010
Döðlukonfekt
360 g döðlur
240 g smjör
120 g púðursykur
Döðlur eru saxaðar með hníf og settar í pott ásamt smjöri og púðursykri. Brætt saman og hrært með sleif.
3 bollar rice crispies bætt út í pottinn og hrært saman.
Allt sett í form sem verður að vera klætt eða bara álform. Eitthvað sem auðvelt með að losa af konfektinu því það er verulega klístrað eins og gefur að skilja. Blöndunni þjappað og hún kæld.
300 g suðusúkkulaði venjulegt brætt í vatnsbaði og hellt yfir. Sett í ísskáp og látið storkna. Skorið í litla 2,5 cm * 2,5 cm teninga. Gott er að taka konfektið úr ísskápnum nokkru áður en það er borðað svo súkkulaðið jafni sig aðeins.
5.5.2010
Sætkartöflusúpa
2 msk smjör
1 laukur, gróft saxaður
1 miðlungsstór blaðlaukur, gróft saxaður (ekki dökkgræni hlutinn)
2 hvítlauksrif, smátt skorin
7-800gr sætar kartöflur, skornar í bita
1 ltr grænmetissoð (má vera kjúklingasoð)
1 kanilstöng
¼ tsk múskat
3 dl matreiðslurjómi
2 matskeiðar hlynsíróp
Bræðið smjörið í potti við meðalhita og bætið lauknum út í og látið krauma í u.þ.b. 5 mín. Bætið næst við blaðlauknum og hvítlauknum og látið krauma í 5 mín tilviðbótar.
Þegar laukurinn er orðinn glær og mjúkur bætið þá við sætu kartöflunum, grænmetissoðinu, kanilstönginni og múskatinu. Látið suðuna koma upp og leyfið þessu að malla í 30 mín.
Takið kanilstöngina upp úr og maukið súpuna. Hægt er að nota töfrasprota eða ausa súpunni í skömmtum í matvinnsluvél.
Þegar búið er að mauka súpuna er rjómanum og hlynsírópinu bætt við og súpan látin hitna vel í gegn.
Tillaga að því sem hægt er að gera við valhnetukjarna og setja ofan á sætkartöflusúpuna:
strá smá sykri og salti á þær, setja nokkra edikdropa og pínulitla smjörklípu og velta þeim saman í skál, svo á plötu og inn í ofninn 150 gráður í 15 mín og leyfa þeim svo að kólna. Grófsaxa þær svo og strá ofan á súpuna. Einnig gott að strá nokkrum bitum af gráðaosti yfir súpuna (ekki of mikið annars yfirgnæfir osturinn bragð súpunnar).
Heitur matur hvers konar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)