Kókosbollur

2 dl vatn
5 dl sykur
8 blöð matarlím
1 dl sjóðandi vatn (til að leysa upp matarlímið í)
2 tsk vanilludropar

súkkulaði til að hjúpa með
plöntufeiti (ef þarf til að þynna súkkulaðið)
kókosmjöl til að velta bollunum uppúr

Vatn og sykur soðið saman í 12 mín, síðan kælt.
Matarlímið lagt í bleyti í sjóðandi vatnið.
Blandað saman við sykur upplausnina ásamt vanillu og þeytt mjög vel eða þar til nokkurn veginn stíft.
Látið á smjörpappír með 2 skeiðum og látið storkna í ca. 1/2 klst í kæliskáp.
Hjúpað með súkkulaði og velt uppúr kókosmjöli

Kókosbollueftirréttur

Jarðaber
Bláber
Bananar
   og ýmsir aðrir ávextir eftir því sem til er (þó ekki sítrusávextir)
Kókosbollur 1-2 pakkar
Súkkulaði, saxað
Þeyttur rjómi eða ís

Ávextirnir eru skornir niður í bita og lagðir í ofnfast fat.  Þar ofan á er dreift söxuðu súkkulaði eftir smekk.  Kókosbollur skornar í tvennt og skurðarsárið látið snúa upp þegar þeim er raðað ofan á ávextina.  Þetta er svo bakað við 150 gráður í 5-10 mín eða þar til kókosbollurnar byrja að dökkna örlítið. 

 Borið fram með þeyttum rjóma eða ís


Púðursykursmarens

Botnar:
3 stk eggjahvítur
150 gr púðursykur
80 gr sykur
 
Rjómakrem:
3 dl rjómi
½ tsk sykur
¾ tsk vanillusykur
 
Karamellubráð:
2 dl rjómi
150 gr sykur
40 gr sýróp
30 gr smjör
½ dl þeyttur rjómi
 
Aðferð við marensbotna:
Þeytið eggjahvítur og bætið báðum tegundum af sykri saman við.  Þeytið þar til sykur er vel uppleystur, smyrjið út tvo botna á bökunarpappír (24 cm) og bakið við 150° í 40 mín. 
 
Aðferð við rjómakrem:
Þeytið rjóma, sykur og vanillusykur saman og setjið á milli botnanna.

Aðferð við karamellubráð:
Setjið rjóma, sykur og sýróp saman í pott og sjóðið við vægan hita, þar til karamellan er farin að loða vel við sleifina.  Setjið þá smjörið saman við og takið af hitanum.  Hrærið þar til smjörið er bráðið, kælið lítillega og blandið þeytta rjómanum saman við, kælið þar til hægt er að setja ofan á tertuna.  Kælið svo tertuna í 3-4 tíma áður en hún er borin fram.

ATH
botnarnir eru einfaldir og fljótgerðir en karamellan tekur lengri tíma


Þykkar litlar pönnukökur

Hráefni:
• 3 bollar hveiti 
• 3 msk sykur
• 3 tsk lyftiduft
• 1 1/2 tsk matarsódi
• 3/4 tsk salt
• 3 bollar súrmjólk/þykkmjólk/AB mjólk (gott að nota t.d. jarðaberja AB mjólk eða aðra bragðbætta AB mjólk til að sæta pönnukökurnar enn fremur)
• 1/2 bolli mjólk
• 3 egg
• 1/3 bolli smjör, bráðið

Aðferð:
1. Blanda skal saman í stórri skál hveiti, sykri, lyftidufti, matarsóda og salti.  Í annarri skál á að þeyta saman súrmjólk, mjólk, eggjum og bráðnu smjöri.  Innihald þessara tveggja skála á ekki að blandast saman fyrr en pannan er orðin heit og allt tilbúið til steikingar.
2. Hitaðu olíu á pönnu á miðlungi hita.  Þú veist að pannan er tilbúin þegar þú getur látið vatnsdropa lenda á pönnunni og vatnsdropinn kraumar ef svo má að orði komast. 
3. Helltu nú blautu blöndunni í þurru blönduna með því að nota viðarsleif eða gaffal til að blanda þessu tvennu saman.  Hrærðu þessu saman þar til þetta er rétt orðið einsleit blanda.  Menn þurfa að passa sig á því að hræra ekki of lengi.  Gott er að miða við hálfan bolla af blöndu fyrir hverja pönnuköku en hver og ein þarf góðan tíma á pönnunni því þær verða þykkar og léttar þegar best lætur.   


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband