Marsipaneplakaka

Botn:
200 g hveiti
150g smjör
1 stk eggjarauða
1 msk vatn 

Fylling:
3-4 græn epli (fer allt eftir stærð þeirra og jafnvel færri ef þarf)
200 g hrámarsipan
250 g sykur
1 dl matreiðslurjómi
2-3 msk kanilsykur 

Vinnið hráefnið í botninn rólega saman með káinu, kælið deigið 15 mín.  Fletjið deigið út í eldfast mót upp á kantana, setjið smjörpappír í og fyllið af hrísgrjónum.  Bakið við 180 gráður í 10 mínútur.  Fjarlægið grjónin og bakið í 10 mín.  Skrælið eplin og kjarnhreinsið, skerið niður og dreifið vel yfir botninn.  Vinnið saman marsipan og sykur og blandið matreiðslurjómanum saman við.  Vinnið þar til kekkjalaust.  Stráið kanilsykri yfir eplin og setjið marsipan yfir, setjið svo aftur kanilsykur yfir.  Bakið í 180 gráður í 40-45 mín.  Berið kökuna volga fram með vanilluís eða rjóma. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga

Fann fullt af góðum uppskriftum hérna, ég og dóttir mín sitjum hér og slefum...

Inga, 23.5.2009 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband