Naan brauð (hefunartími 1,5 klst)

2/3 bolli (ca 160 ml) volgt vatn
1 tsk þurrger
1 tsk sykur
2 bollar (300 g) hveiti
1 tsk salt
4 msk ghee / olía
2 msk jógúrt/AB mjólk
2 tsk kalonji (svört laukfræ)

Hrærðu saman vatni, geri og sykur í skál þar til gerið er uppleyst og leyfið þessu að standa í 10 mín.  Sigta hveiti og salt í stóra skál og bæta við gerblöndu, helming olíunnar og öllu jógúrtinu.  Blandið saman í mjúkt deig og hnoðið svo í smátíma þar til blandan er mjúk og góð.  Setjið deig í stóra olíuborna skál, hyljið og leyfið þessu að hefast í 1,5 klst eða þar til deigið er orðið helmingi stærra.  Hnoðið deigið aftur saman eftir að það hefur fengið að hefast og skiptu því í 6 jafna hluta og flettu það út í naan sem eru ca 20 cm stór í þvermál.  Nota þarf ofngrind og setja álpappír ofan á hana sem hefur verið smurð olíu.  Eldið naan brauðin eitt í einu í ca 2 mín undir grilli þar til það er aðeins byrjað að brúnast og taka sig.  Svo á að smyrja naan brauðið með olíunni sem eftir var og henda nokkrum laukfræjum á og grilla það áfram í ca 30 sek.  Gott er að nota líka hvítlauk í stað laukfræja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga

þetta er ótrúlega sniðug síða, margt gott leynist hér og ég ætla pottþétt að prófa eitthvað hérna :)

Inga, 5.2.2009 kl. 11:44

2 Smámynd: Soffía

Takk Inga mín

Soffía, 6.2.2009 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband